Nýkjörin sóknarnefnd kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 18. júní. Fyrir fundinum lá að skipa ritara og tók Anna M. Axelsdóttir að sér að vera ritari sóknarnefndarinnar og eiga þar með einnig sæti í framkvæmdanefnd kirkjunnar. Framkvæmdanefndina skipa formaður, gjaldkeri og ritari auk þess sem sóknarprestur situr fundi nefndarinnar. Fyrir nefndinni liggur að skoða starfsmannamál kirkjunnar fyrir næsta starfsvetur auk þess sem farið verður í nauðsynlegt viðhald á kirkjunni í sumar. Á fundi sóknarnefndarinnar var hugmyndin um messuhópana kynnt fyrir nýju sóknarnefndarfólki og var eindreginn vilji og áhugi nefndarinnar til þess að fylgja hugmyndinni eftir í haust. Næsti fundur sóknarnefndarinnar verður haldinn eftir sumarleyfi.