Messa kl. 11 prestur dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar. Textar næst komandi sunnudags fjalla um það að Guði er annt um líf okkar, heimili og samfélag. Guð hefur einnig heitið því í orði sínu að styðja okkur í öllu okkar lífi og starfi.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11 og spennandi að sjá hvað komi nú upp úr fjársjóðskistunni. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Nína, Linda, Karen og Jóhann.
Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður boðið upp á súpu, brauð og spjall í safnaðarheimilinu.