Fjórða sunnudag í aðventu 21. desember kl. 11 verða jólasöngvar fjölskyldunnar. Þá mun yngri barnakór kirkjunnar syngja nokkur jólalög, sögð verður jólasaga og jólaboðskapurinn hugleiddur. Einnig verður tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Jólasöngvar fjölskyldunnar eru tilvalið tækifæri til þess að koma til kirkju og minna sig á að jólastemninguna eigum við jólabarninu að þakka, sem færir okkur hinn sanna frið og blessun jólanna. Prestur sunnudagsins er sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs en einnig munu þau Nína Björg Vilhelmsdóttir og Jóhann Axel Schram Reed taka þátt í stundinni. Öll börn fá glaðning frá kirkjunni og að sjálfsögðu veður kaffisopi og önnur hressing í safnaðarheimilinu þegar stundinni lýkur.