Sunnudaginn 11. janúar hefst sunnudagaskólinn á ný eftir áramót. Öll börn fá þá nýja fjársjóðsbók þar sem þau geta lesið um Mýslu og Músarpésa og safnað límmiðum fram á vor. Á sama tíma verður messa eins og vanalega, prestur sunnudagsins er sr. Gísli Jónasson og organisti Julian E. Isaacs sem einnig stjórnar kór kirkjunnar. Eftir sunnudagaskólann og messuna verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.