Það voru sannarlega góðir gestir sem mættu í Maður er manns gaman s.l. miðvikudag. Við fengum yngri barnakór kirkjunnar í heimsókn og þær sungu fyrir okkur nokkur lög. Það voru fallegar raddir sem hljómuðu og andlit sem ljómuðu. Eftir sönginn voru spilastokkarnir dregnir fram og voru kórstúlkurnar einkar áhugasamar að fylgjast með spilamennskunni.
Hreinn Eyjólfsson mætti til okkar með nikkuna sína og spilaði fyrir okkur. Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir heimsóknina og vonumst til að þau eigi eftir að heimsækja okkur aftur á þessum vetri.
Í næstu samveru sem verður 25. mars mætir Halldóra Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur til okkar og fjallar um mikilvægi hreyfingar.