Helgin er svo sannarlega búin að vera annasöm hjá TTT. Þau Ester, Inga og Matti fóru fyrir hönd Breiðholtskirkju og tóku þátt í spurningakeppninni Jesús lifir. Þau stóðu sig með stakri prýði og voru kirkjunni sinni til sóma. Til hamingju með árangurinn.Keppnin var haldin í Árbæjarkirkju og Íslensku Kristskirkjunni og hófst á laugardegi og lauk á sunnudegi. Í ár tóku 11 lið þátt í keppninni og flestir þátttakendur gistu í Árbæjarkirkju aðfaranótt sunnudagsins. Það var einkar ánægjulegt að stuðningsfólkið okkar mætti og var með okkur í pizzupartýinu og sundlaugarferðinni á laugardeginum. Það var mikill hugur í liðinu okkar eftir mótið og þau voru öll ákveðin í að komast aftur í spurningakeppnina að ári.