Vorferð safnaðarins
Hin árlega safnaðarferð Breiðholtssóknar verður farin sunnudaginn 3. maí. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og ekið til Grindavíkur þar sem við munum taka þátt í messu kl. 11. Að lokinni hádegishressingu verður Saltfisksetrið skoðað og síðan verður ekið að Reykjanesvirkjun og hún skoðuð. Áætluð heimkoma er um klukkan 17. Ferðin kostar 1500 kr. innifalið er hádegismatur og kaffi. Ókeypis er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Skráning er í síma 587 1500 og 892 2901 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is