Sunnudaginn 21. júní verður hringnum lokað í gönguferðum milli kirknanna í Breiðholtinu. Þá verður lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 19 og gengið til kvöldmessu í Seljakirkju sem hefst kl. 20. Eins og verið hefur síðustu tvo sunnudaga verður boðið upp á hressingu að messu lokinni og ökuferð til baka að Fella- og Hólakirkju. ATH. ekki verður messað í Breiðholtskirkju þennan dag.