Kyrrðarstund er í kirkjunni kl. 12 alla miðvikudaga. Stundin hefst á því að organisti kirkjunnar leikur á hljóðfæri og síðan er bæn, ritningarlestur, stutt hugleiðing, máltíð Drottins og fyrirbænastund. Hægt er að bera fram bænarefni á staðnum eða hafa samband við presta kirkjunnar í síma 587 1500. Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.