Föstudaginn 28. ágúst hefjast foreldramorgnarnir í safnaðarheimilinu að loknu sumarfríi. Síðast liðinn vetur nýttu margar mæður þetta tækifæri til að koma saman og hitta aðrar konur, deila reynslu og spjalla saman yfir kaffi og meðlæti. Góð aðstaða er í kirkjunni fyrir börnin sem geta leikið sér eða hvílt sig á meðan. Foreldramorgnarnir eru fyrst og fremst ætlaðar þeim foreldrum sem eru með börn sín heima. Foreldramorgnarnir eru alla föstudaga yfir vetrarmánuðina frá 10-12. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.