Messa sunnudaginn 13. september kl. 11.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.  Guðspjall dagsins er úr 5. kafla Jóhannesarguðspjalls og segir frá því þegar Jesús læknaði mann á hvíldardegi gyðinga.  Jesús sá manninn þar sem hann lá við laug sem kallaðist Betesda og sagði við hann:  Statt upp, tak rekkju þína og gakk.

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Nínu Bjargar, Karenar og Lindu.  Sjóræningjaleit og fjársjóðskista sem opnast aðeins fyrir orð Guðs.  Nánar um sunnudagaskóla kirkjunnar á www.barnatru.is.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir stundina.