Sunnudaginn 8. nóvember á Kristniboðsdaginn verður messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson prófastur sem mun setja Nínu Björgu Vilhelmsdóttur inn í þjónustu djákna við kirkjuna. Prédikun dagsins flytur Nína Björg og textinn er Kristniboðsskipunin í 28. kafla Matteusarguðspjalls. Organisti Julian E. Isaacs og kirkjukórinn syngur, einnig tekur messuhópur virkan þátt í messunni. Tekið verður við samskotum til Kristniboðssambandsins. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Fjölmennum til kirkju og bjóðum nýjan djákna velkominn til starfa.
Sunnudagaskóli kl. 11 – fjársjóður til framtíðar fyrir yngstu kynslóðina. Gefum þeim tækifæri til að vera litlir lærisveinar.