Fjórði sunnudagur í aðventu 20. desember: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna, barnakórarnir syngja við undirleik Julian E. Isaacs. Jólaglaðningur fyrir börnin og kaffisopi í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.
Aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 18, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Smári Ólason.
Jóladagur: Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14, sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Smára Ólasonar organista.
Annar dagur jóla: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14, prestar kirkjunnar þjóna, börn úr kirkjuprökkurunum sýna helgileik, umsjón með kirkjuprökkurunum hafa Nína Björg og Linda Rós. Barnakórarnir syngja við undirleik Julian E. Isaacs.
Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18 prestur sr. Gísli Jónasson, kór kirkjunnar syngur, organisti Smári Ólason
Nýársdagur: Hátíðarmessa með altarisgöngu kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna. Kirkjukórinn syngur og organisti er Smári Ólason.