Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna. Við biðjum þess að nýja árið verði okkur blessunarríkt og farsælt.
Kyrrðar- og bænastund verður í kirkjunni á miðvikudaginn líkt og aðra miðvikudaga. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar í síma 587-1500 eða í stundinni sjálfri. Stundin hefst klukkan 12:00 og eftir hana er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Sunnudaginn 10. janúar hefst sunnudagaskólinn á nýju ári. Hann er á sama tíma og messur kirkjunnar þ.e. klukkan 11:00. Í sömu viku hefst svo hver starfsliður á eftir öðrum, barnastarfið, æskulýðsstarfið og fyrsta samvera í félagsskapnum Maður er manns gaman verður þann 13.