Námskeið um bænina verður haldið í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 9. febrúar kl. 18-21. Á námskeiðinu verður fjallað um bænina bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Kynntar verða ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig við getum eignast innihaldsríkt bænalíf í önnum og amstri dagsins. Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið er upp á súpu og brauð. Skráning er í síma 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is