Barnakórar kirkjunnar eru þessa dagana að æfa fyrir Sunnudagaskólahátíðina sem haldin verður í kirkjunni okkar í apríl. Á hátíðinni ætla allir barnakórar kirknanna í Breiðholtinu að syngja saman nokkur lög. Æfingar Broskórsins (fyrir börn í 1.-3. bekk) eru á fimmtudögum klukkan 14:15 – 15:00 í Breiðholtsskóla. Eldri barnakórinn (fyrir 4.-10. bekk) æfir í kirkjunni á fimmtudögum klukkan 15:30 – 16:30. Það er alltaf hægt að bætast í hópinn 🙂