Börnum í 7. bekk er boðið að taka þátt í forskóla fermingarfræðslunnar. Um er að ræða fjórar samverur frá kl. 10-14 laugardaginn 27. mars, þriðjudaginn 30. mars, laugardaginn 10. apríl og laugardaginn 17. apríl. Forskólinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á hádegishressingu á hverri samveru.
Skráning fer fram þriðjudaginn 23. mars eða miðvikudaginn 24. mars í síma 587 1500 eða á netfangið breidholtskirkja@kirkjan.is.