Nú eru gleðidagar því Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn.
Starfið í kirkjunni í páskavikunni er með hefðbundnu sniði. Á morgun miðvikudag er kyrrðarstund í hádeginu sem hefst klukkan 12:00. Eftir hana er boðið upp á létta hádegishressingu.
Maður er manns gaman hittist klukkan 13:30 annan hvern miðvikudag og á morgun verður kynning á völdum vörum frá Mjólkursamsölunni.
Kirkjuprakkarar hittast seinnipartinn á morgun, syngja saman, heyra Guðs orð og fara í leiki. Allir krakkar velkomnir á aldrinum 6-9 ára.
Barnakórar kirkjunnar æfa á fimmtudögum, Broskórinn í Breiðholtsskóla klukkan 14:15 og eldri kórinn klukkan 15:30 í kirkjunni. TTT hittast hress og kát kl. 16:30.
Allir föstudagsmorgnar eru foreldramorgnar í kirkjunni. Spjall, fræðsla og kaffi/tesopi.
Verum saman í Breiðholtskirkju í gleðinni 🙂