Sunnudagaskólahátíð safnaðanna í Breiðholtinu verður n.k. sunnudag, 18. apríl hér í Breiðholtskirkju. Þá koma góðir gestir úr Fella- og Hólakirkju og Seljakirkju.
Það er mikil tilhlökkun hér á bæ. Börnin í sunnudagaskólanum byrjuðu að undirbúa sunnudagaskólahátíðina s.l. sunnudag og krakkarnir í TTT munu nota sinn fund, n.k. fimmtudag, til undirbúnings fyrir hátíðina.
Sjáumst á sunnudagaskólahátíðinni!