Í kvöld fimmtudagskvöldið 6. maí verður samvera fyrir messuþjóna í prófastsdæmunum í Reykjavík og gesti frá nágrannabyggðum. Fulltrúar safnaðanna deila reynslu sinni og Egill Heiðar Gíslason formaður sóknarnefndar í Laugarnessókn segir frá rigerð sem hann hefur skrifað um þetta mikilvæga starf. Einnig mun sr. Kristján Valur Ingólfsson ræða um altarissakaramentið undir yfirskriftinni: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Í lokin verður helgistund og síðan verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu. Allt áhugafólk um messuþjónastarfið er velkomið.