Sunnudaginn 30. maí verður fyrsta messan af þremur þar sem söfnuðirnir í Breiðholtinu sameinast í helgihaldi með svo kölluðum göngumessum. Þennan fyrsta sunnudag verður gengið frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 til messu í Breiðholtskirkju sem hefst kl. 11. Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir, messuhópur 5 tekur þátt og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Julian E. Isaacs. Eftir messu verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu og því næst verður ekið með göngufólk aftur að upphafsreit í Fella- og Hólakirkju.
Hringurinn heldur síðan áfram fyrstu tvo sunnudagana í júní og verður gengið 6. júní frá Breiðholtskirkju til messu í Seljakirkju sem hefst kl. 20 og 13. júní verður gengið frá Seljakirkju til Fella- og Hólakirkju og hefst messa þar kl. 20.