Kyrrðarstund er í hádeginu á miðvikudögum í allt sumar. Stundin hefst kl. 12 með tónlist og síðan er ritningarlestur, hugleiðing og máltíð Drottins. Tekið er á móti bænarefnum í síma kirkjunnar 587 1500. Að kyrrðarstundinni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.