Nú á dögunum var haldið í rútferð í Heiðmörk að líta augum fegurð haustlitanna. Á ferðinni var félagsskapurinn Maður er manns gaman. Heiðmörkin skartaði sínum fegurstu haustlitum og gladdi það mannskapinn. Næst var haldið í Lindakirkju í Kópavogi. Þar tóku þau Sigríður meðhjálpari og sr. Guðni Már á móti hópnum.
Næsta samvera hjá félagsskapnum er miðvikudaginn 13. október klukkan 13:30. Þá verður spjallað, gripið í spil og handavinnan unnin. Allir eru hjartanlega velkomnir.