Sunnudagaskóli kl. 11 nk. sunnudag 10. október. Fjársjóðsleit, brúður og orð Guðs sem geymir dýrmætasta fjársjóðinn. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þær Nína Björg djákni, Linda og Karen. Djús fyrir alla í lokin og Biblíumynd til að lita.
Messa kl. 11 á 19. sunnudegi eftir trinitatis. Guðspjall dagsins er úr 9. kafla Matteusar þar sem Jesús læknar lamaðan mann sem borinn var til hans af vinum. Jesús hvetur hann og okkur öll til þess að vera hughraust og treysta náð Guðs og miskunnsemi. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Julian E. Isaacs og messuhópur 1 tekur virtan þátt í messunni. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.