Á morgun miðvikudag fáum við góða gesti til okkar í Maður er manns gaman. Það eru þau Heiðrún Guðvarðard., Guðvarður Jónsson og Daníel Jónasson sem flytja okkur fallega tónlist. Stundin hefst klukkan 13:30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Eftir spjall og söng er heitt á könnunni. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Líkt og alla aðra miðvikudaga er fyrirbæna- og kyrrðarstund í hádeginu og hefst hún klukkan 12:00. Hægt er að koma fyrirbænaefnum í síma 587-1500 eða á staðnum. Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.