Það var mikið um að vera í kirkjunni okkar í gær. Fermingarbörnin gengu í hús í hverfinu og söfnuðu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Á sama tíma var fjölskyldufjör hjá Kirkjukrökkum. Þau buðu foreldrum og systkinum með sér á fundinn og af því tilefni var slegið upp veislu. Starfsmaður frá ABC kom og tók við baukum sem krakkarnir hafa verið að safna aur í fyrir vini sína í Uganda. Ofan úr kirkju heyrðust fagrir tónar en þar var kirkjukórinn að æfa. Takk fyrir samveruna kæru vinkonur og vinir.