Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Julian E. Isaacs og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt í messunni. Guðspjall dagsins er kristniboðsskipunin í guðspjalli Matteusar. Tekin verða samskot til Kristniboðssambandsins. Molasopi að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11, umsjón Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, Karen Ósk Sigþórsdóttir og Linda Rós Sigþórsdóttir. Fjársjóðskistan verður á sínum stað og brúður koma í heimsókn. Myndir til að lita fyrir börnin og djús í lok stundarinnar. Allir velkomnir.