Fastan er sá tími sem gott er að nota til að dýpka og þroska eigið trúarlíf. Það gerum við ekki síst í bæninni. Fastan er einnig tími til að huga að öðrum, aðstæðum þeirra og líðan. Það er gott að biðja fyrir öðrum á föstunni. Alla miðvikudaga eru bæna- og kyrrðarstundir í kirkjunni. Hægt er að koma með fyrirbænaefni í kirkjunni, í stundinni sjálfri eða símleiðis (587-1500) Stundirnar hefjast klukkan 12:00 og eftir þær er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.