Messa kl. 11 sunnudaginn 28. ágúst með þátttöku fyrrum þjónandi presta. Sr. Úlfar Guðmundsson prédikar og sr. Gísli Jónasson þjónar fyrir altari. Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni les ritningarlestra. Arngerður María Árnadóttir leikur á orgelið og félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni.