Á morgun, miðvikudag, verður samvera hjá félagsskapnum Maður er manns gaman. Við hittumst á okkar venjulega tíma klukkan 13:30 og í þetta sinn ætlum við að bregða okkur af bæ. Ferðinni er heitið í Hellisheiðarvirkjun þar sem við getum skoðað jarðhitasýninguna og fengið kaffi og tertusneið á eftir. Það kostar 1500 krónur í ferðina. Allir eru hjartanlega velkomnir, vinsamlega skráið ykkur í kirkjunni.
TTT er starf fyrir alla krakka á aldrinum 10 – 12 ára. Fyrsti fundur verður á morgun, athugið að við verðum á miðvikudögum í vetur. Á fyrsta fundinum okkar ætlum við að fara í leiki, spjalla saman og gæða okkur á nýbakaðri súkkulaðiköku.
Kyrrðarstundin verður á sínum stað og hefst hún klukkan 12:00. Eftir stundina er boðið upp á létta hádegishressingu.