Messa og sunnudagaskóli kl. 11 – sunnudaginn 18. september. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon, félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Verið fullkomin segir í guðspjalli dagsins sem er úr 5. kafla Matteusarguðspjalls vers 43-48. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir og það er Gottskálk Reynisson sem spilar á gítar. Brúður koma við sögu sem kannski taka lagið eða láta sér nægja að hlusta á sunnudagakólabörnin syngja fullum hálsi. Það er gott að vera lítill lærisveinn og mega taka þátt í skemmilegu starfi á sunnudagsmorgnum. Hressing í lokin og molasopi fyrir foreldra.