Sunnudaginn 25. september verður mikið um dýrðir í kirkjunni.
Kl. 11 verður hin árlega Hausthátíð safnaðarins. Hátíðin byrjar með fjölskyldustund í kirkjunni og síðan verður boðið upp á þrautabraut og leiki fyrir börnin. Hægt verður að gæða sér á grilluðum pylsum, fá andlistmálun, haustkórónur og fara í keiluþraut og margt fleira. Einnig mun organisti kirkjunnar vera með orgelandakt svo að þau sem vilja geta notið þess að sitja í kirkjunni og hlýða á fallega tóna.
Nýstofnað Hollvinafélag kirkjunnar verður með haustbasar á hátíðinni þar sem fjölbreyttur varningur verður til sölu, handverk, hönnun og flóamarkaður. Basarinn er haldinn til styrktar vetrarstarfi kirkjunnar. Þau sem áhuga hafa á að leggja basarnum lið með varningi eða leigja sjálf borð og selja, er bent á að hafa samband við Sigrúnu í síma 8611629.
Kl. 20 verður hundraðasta Tómasarmessan í kirkjunni. Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson mun prédika en yfirskrift messunnar er: Á Drottinn erindi við þig? Fjölbreytt tónlist sem Þorvaldur Halldórsson leiðir en einnig mun Örn Magnússon leika á orgelið. Tómasarmessurnir hafa veitt mörgum blessunarríkar stundir á þeim 14 árum sem þær hafa verið, þar sem fyrirbænin er áberandi í hverri messu. Tómas fann svör, hvað um þig? Kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að messu lokinni.