Það er mikið líf og fjör í barnastarfinu hjá okkur á haustdögum. Börnin koma með bros á vör í kirkjuna sína og bíða þess að heyra meira af Jesú og boðskap hans. Kirkjukrakkar eru þessa dagana að velja saman dót til að setja í skókassa sem síðan verður sendur til Úkraínu. Þau eru að taka þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa´´.
TTT-starfið er fyrir krakka á aldrinum tíu til tólf ára. Nýverið var haldin hönnunarkeppni hjá þeim þar sem verkefnið var að útbúa mætingarskirteini. Það er greinilegt að hópurinn er mjög skapandi og því reyndist það dómaranum honum Halldóri kirkjuverði örðugt verkefni að velja sigureintakið. En það var hún Arna Þóra sem bar sigur úr býtum með mætingarskirteini sem var hönd. Nú ætlar hver og einn TTT félagi að útbúa sitt mætingarskirteini sem verður ,,mót´´ af hendi viðkomandi.
TTT hópurinn hittist í kirkjunni alla miðvikudaga klukkan 16 – 17. Kirkjukrakkar, það er starf fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, eru með fundi á fimmtudögum klukkan 16 – 17. Alltaf hægt að bætast í hópinn 🙂