Hvað er það sem gerir okkur frábær? Við ætlum að komast að því í TTT starfinu á næsta fundi (sem er á miðvikudag kl. 16:00). Ef þú ert forvitin og á aldrinum 10 – 12 ára komdu þá endilega og vertu með, það vantar einmitt þig í hópinn!
Bæna- og kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga klukkan 12 í kirkjunni, stundin er u.þ.b. 40 mínútur. Hægt er að koma með bænaefni í stundinni eða með því að hringja í kirkjuna í síma 587-1500. Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á létta hádegishressingu í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.