Á morgun, miðvikudag, verður margt um að vera í kirkjunni. Bæna- og kyrrðarstund er í hádeginu og hefst hún klukkan 12. Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu.
Maður er manns gaman er félagsskapur hugsaður fyrir 60 ára og eldri. Samverurnar byrja klukkan 13:30 og á morgun fáum við að hlýða á erindi frá Þjóðminjasafninu sem ber yfirskriftina ,, Í þá gömlu góðu´´ og einnig heyrum við harmonikkutóna frá honum Hreini Eyjólfssyni.
TTT starfið hefst klukkan 16 og þangað eru allir krakkar velkomnir á aldrinum 10 – 12 ára.
Verið hjartanlega velkomin.