N.k. sunnudag, 26. febrúar, verða tvær guðsþjónustur eins og yfirleitt er í Breiðholtskirkju síðasta sunnudag í mánuði:
Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta með fjölbreyttu sniði, enda er henni ætlað að höfða til allra aldurshópa. Við munum m.a. líta í fjársjóðskistuna, læra um það hvernig við eigum að standast freistingar og syngja saman af hjartans list. Sr. Gísli Jónasson sér um stundina og Örn Magnússon situr við píanóið. Hressing í safnaðarheimilinu í lokin.
Kl. 20 verður síðan önnur Tómasarmessan á þessu ári. Þema messunnar verður að þessu sinni: „Barátta við freistingar“. Sr. Magnús Björn Björnsson prédikar og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina ásamt sönghópi. Boðið er upp á molasopa í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Tómasarmessan er að ýmsu leyti frábrugðin hinni hefðbundnu messu. Hún einkennist m.a. af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Eru þessar messur yfirleitt mjög vel sóttar.