Miðvikudaginn 7. mars verður samverustund í félagsskapnum Maður er manns gaman. Stundin hefst klukkan 13:30 og þá fáum Norbert Muller hjúkrunarfræðing á Heilsustofnun NLFÍ til að fjalla um húmor og hlátur. Kaffi og kleina í lok stundarinnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Kyrrðar- og bænastund er alla miðvikudaga og hefst hún klukkan 12. Eftir stundina er boðið upp á létta hádegishressingu.