Messa kl. 11, prestur sr. Gísli Jónasson, sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda flytur prédikun dagsins út frá frásögn Lúkasar í 11. kafla þar sem Jesús ræðir um mikilvægi trúarinnar og endar með því að segja að sælir séu þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það. Organisti sunnudagsins er Örn Magnússon og félagar úr Hljómeyki syngja. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskólinn hefst á sama tíma kl. 11 í kirkjunni en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili þar sem þau fá að heyra sögu úr Biblíunni, syngja og gleðjast saman í trú, von og kærleika. Djúshressing í lokin og molasopi fyrir foreldra.
„Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það“ Lúk. 11:28