Nk. sunnudag 29. apríl verður Tómasarmessa kl. 20. Verður þetta síðasta Tómasarmessan á þessu vori. Að vanda verður boðið upp á fyrirbæn með handayfirlagningu, einnig verður boðið upp á smurningu sbr. Jak. 5:14. Tónlistinni stjórnar Þorvaldur Halldórsson og sönghópur leiðir lofgjörðina. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Yfirskrift messunnar er: Hryggð mun snúast í fögnuð!