Í júní verða sameiginlegar göngumessur safnaðanna þriggja í Breiðholtinu. Um er að ræða samstarfsverkefni sem gefið hefur góða raun undan farin ár. Fyrsta messan verður næst komandi sunnudag 3. júní í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Að þessu sinni verður ekki gengið milli kirknanna eins og undan farin ár heldur um nágrenni þeirrar kirkju þar sem messað verður hverju sinni. Ath. ekki verður messað í Breiðholtskirkju þá daga sem göngumessurnar verða í hinum kirkjunum en hvatt er til þátttöku allra í skemmtilegri útivist og nærandi samfélagi.
3. júní – Safnast saman við Fella- og Hólakirkju kl. 19, messa í kirkjunni kl. 20
10. júní – Safnast saman við Seljakirkju kl. 19, messa í kirkjunni kl. 20
24. júní – Safnast saman við Breiðholtskirkju kl. 10, messa í kirkjunni kl. 11