Þær breytingar urðu í sumar að Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni lét af störfum við kirkjuna. Í hennar stað hefur Þórey Dögg Jónsdóttir djákni verið ráðin og mun hún sjá um barnastarfið í vetur auk þess að hafa umsjón með starfi eldri borgara annan hvern miðvikudag. Um leið og Nínu er þakkað fyrir hennar góðu þjónustu býður söfnuðurinn Þóreyju velkomna og óskar henni velfarnaðar og Guðs blessunar í starfi.