Sunnudagaskólinn byrjar á ný eftir sumarleyfi næst komandi sunnudag kl. 11. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Þórey Dögg Jónsdóttir djákni. Skólinn byrjar í kirkjunni en síðan er farið niður í safnaðarheimili þar sem börnin fá að heyra sögu úr Biblíunni, syngja skemmtilega söngva og biðja til Jesú. Börn á öllum aldri eru velkomin. Boðið er upp á djúshressingu og kex í lokin.
Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan söng. Guðspjall dagsins er sagan af miskunnsama Samverjanum en dagurinn er helgaður kærleiksþjónustu kirkjunnar. Te og kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.