Foreldramorgnarnir eru komnir í ganga aftur eftir sumarfrí. Alla föstudagsmorgna milli 10 og 12 er opið hús fyrir foreldra og börn í safnaðarheimili kirkjunnar. Góð aðstaða er fyrir ung börn og aðkoma fyrir vagna og kerrur er við safnaðarsalinn. Einu sinni í mánuði kemur góður gestur í heimsókn með fræðslu sem miðar að umönnun ungbarna. Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir.