Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Þóreyjar djákna. Hvað eru góðverk? Geta allir unnið góðverk? Getum við glatt kirkjugesti með góðverki á sunnudaginn? Komdu í sunnudagaskólann með barninu þínu eða yngra systkini og þú munt kynnast góðverkum í sögum og leik. Djúshressing í lokin og mynd til að lita fyrir yngstu börnin.
Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon, félagar úr kór kirkjunnar syngja. Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 505, nr. 224, nr. 369 og eftir prédikun nr. 11, 232 og 29. Messuhópur 1 tekur virkan þátt. Fermingarbörn vetrarins eru sérstaklega hvött til að mæta. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.