Sunnudagaskóli kl. 11. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni segir Biblíusögur, leiðir söng og bænir í safnaðarheimilinu. Sunnudagaskólinn er fyrir alla krakka sem vilja kynnast Jesú Kristi og eiga notalega stund í kirkjunni sinni. Djúshressing í lokin og falleg mynd til að lita.
Messa kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Umfjöllunarefni dagsins eru boðorðin 10 og æðsta og fremsta boðorðið, tvöfalda kærleiksboðorðið. Messuhópur tekur virkan þátt í messunni. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Te og kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.