Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu og Betlehemsfjárhúsið sett upp. Kirkjukrakkarnir syngja jólalög og börn úr skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts spila nokkur lög. Frásaga um undirbúning hinna fyrstu jóla. En skildi jólatréð komast í fjársjóðskistuna? Pipakökur fyrir alla í lokin.
Aðventukvöld kl. 20. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Fermingarbörn flytja helgileik með táknrænum hætti og kirkjukórinn syngur jóla- og aðventusálma undir stjórn Arnar Magnússonar. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu. Hugleiðingu kvöldsins flytur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sem meðal annars hefur skrifað um Hallgrím Pétursson og Guðrúnu Símonardóttur. Að stundinni lokinni býður Hollvinafélagið og sóknarnefndin upp á heitt súkkulaði og kökur í safnaðarheimilinu. Njótum helgrar stunda í upphafi aðventu og undirbúum komu frelsarans sem lagður var í jötu hin fyrstu jól.