Þorragleði Hollvinafélagsins verður haldin í safnaðarheimili kirkjunnar á bóndadaginn 25. janúar kl. 18. Boðið verður upp á Þorrahlaðborð á aðeins 3000 kr. fyrir manninn. Með matnum verður boðið upp á söng, grín og gleði í bland við þjóðlega stemmningu. Allir eru hjartanlega velkomnir, tekið er á móti skráningu í síma 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is.