Það var fallegt veður þegar lagt var af stað í safnaðarferð síðast liðinn sunnudag. Góður hópur á öllum aldri tók þátt í ferðinni og átti saman skemmtilegan dag. Í Þorlákskirkju var tekið vel á móti hópnum og sagði kirkjuvörðurinn frá byggingu og sögu kirkjunnar. Síðan var farið í gler-gallery – Hönd í höfn – og þar sem hugvit og listfengi nýtur sýn í fallegum munum. Í Standarkirkju var góður andi og þangað var gott að koma. Í Krýsuvík var síðasti áningarstaðurinn og þar skoðaði hópurinn hverasvæði og fékk síðan hressingu í boði Hollvinafélagsins. Veðrið lék við okkur allan daginn þó örlítið kalt væri suður með sjó. Og nú má strax fara hlakka til næstur safnaðarferðar að ári.