Miðvikudaginn 8. maí verður kyrrðarstund kl. 12 sem hefst á því að Örn Magnússon leikur á orgelið. Síðan er lesið úr Biblíunni, flutt stutt hugleiðing, máltíð Drottins borin fram og fyrirbænastund í lokin. Bænarefnum má koma á framfæri í síma kirkjunnar eða við presta eða djákna rétt fyrir stundina. Emilía sér um að bjóða upp á létta hádegishressingu að stundinni lokinni í safnaðarheimilinu þar sem gott tækifæri gefst til þess að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Allir eru hjartanlega velkomnir.