Sunnudaginn 2. júní verður sameiginleg messa Breiðholtssafnaðanna í Breiðholtskirkju kl. 20 – ath. breyttan messutíma. Á undan messunni verður gengið um Breiðholtið eftir fallegum göngustígum og staldrað við á áhugaverðum stöðum í hverfinu þar sem nýjum sjónarhornum verður gefin sérstök athygli. Lagt verður af stað í gönguna kl. 19:00 frá Breiðholtskirkju og komið aftur til baka í tæka tíð fyrir messuna sem hefst kl. 20. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuhópur tekur virkan þátt ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Njótum sumarsins og tökum þátt í hressandi kvöldgöngu og gefandi kvöldstund í kirkjunni.